Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur
Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur sem samanstendur af akrýlmálverkum, olíukrítarteikningum og grafíkverkum víðsvegar af fimm áratuga löngum myndlistarferli Bjargar Þorsteinsdóttur (1940–2019). Aðdragandi sýningarinnar er gjöf frá erfingjum Bjargar, 105 myndverk sem safnið fékk afhent í maí árið 2020 og er því ekki um eiginlega yfirlitssýningu að ræða heldur sýningu á þeim hluta höfundarverksins sem er í safneign.
Listasafn Reykjanesbæjar þakkar aðstandendum Bjargar Þorsteinsdóttur, dóttur hennar Guðnýju Ragnarsdóttur og dóttursyni Ragnari Árna Ólafssyni, fyrir rausnarlega gjöf til safnsins og ánægjulegt samstarf.
Sýningarstjóri er Helga Arnbjörg Pálsdóttir
Sýningin stendur til og með 14. nóvember 2021.