Þegar kona brotnar: Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona

26. september kl. 20.00 í Bókasafni Reykjanesbæjar ætlar Sirrý Arnardóttir höfundur bókarinnar "Þegar kona brotnar" að fræða okkur um það hvað gerist ef áreynsla verður konum um megn. 

Sirrý Arnardóttir hefur fengist við fjölmiðlun af öllu tagi í mörg ár auk þess að kenna við háskóla, haldið fjölmörg námskeið og skrifað bækur um hvernig hægt er að auka lífsgæði sín og ná góðum árangri. 

Þegar kona brotnar er gefin út í samstarfi við VIRK - starfsendurhæfingarsjóð.