SVAKALEGT SÖGUFJÖR!

Eva Rún og Blær bjóða upp á Svakalegt sögu-, myndasögu- og teiknifjör í Bókasafninu, fyrir börn á aldrinum 8-12 ára sem hafa áhuga á að teikna og skrifa sögur!

Farið verður yfir hvernig hægt er að skapa skemmtilegar persónur, töfrandi söguheim og spennandi sögur.

 

Skráning er ekki nauðsynleg.

 

Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

 

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við BAUN (Barna og ungmennahátíð í Reykjanesbæ).