Sumargleði í Bókasafninu

Bókasafnið býður upp á skemmtilega dagskrá  fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 1. júní

 

Sumarlestur grunnskólabarna fer af stað með miklum krafti! 

Við úthlutum sumarlestursheftunum sem innihalda ýmsar áskoranir og  hvetjum alla krakka til að taka þátt í lestrarfjörinu með okkur í allt sumar. Í boði verður líka öflugt og skemmtilegt ofurhetjuspil. Hægt er að kynna sér sumarlesturinn betur hér: Sumarlestur | Bókasafn (reykjanesbaer.is)

Ný barna- og fjölskyldusýning opnar í Átthagastofu Bókasafnsins. Þema sýningarinnar er náttúruupplifun fyrir börn og fjölskyldur.

Krakkakosningarnar halda áfram. Börnin geta kosið út daginn með kjörseðlum, það sem þau vilja sjá í safninu.

Listasmiðja fyrir alla fjölskylduna kl. 13.00-15.00. Smiðjan er hluti af dagskrá fjölmenningarhátíðar á vegum Reykjanesbæjar. Nánari dagskrá fjölmenningahátíðarinnar má finna hér: (1) Menningarheimar mætast | Facebook

 

Við minnum á að þetta er síðasti laugardagurinn sem verður opinn í Bókasafninu fram að hausti.

Allir viðburðirnir eru ókeypis og öll hjartanlega velkomin!