Prjónahlýja - Leikskólaföt

Prjónahlýja - Leikskólaföt

 

Þriðjudaginn 29. maí klukkan 16:00 koma höfundar bókanna Leikskólaföt 1 og 2 í Prjónahlýju

Síðasta þriðjudag hvers mánaðar hittist hópur í Bókasafni Reykjanesbæjar með handavinnu og hafa leikskólar bæjarins notið góðs af með vettlinga-, húfu- og sokkagjöfum. 

Að þessu sinni fáum við til okkar góða gesti sem margir kannast við.  Eva Mjöll Einarsdóttir, G. Dagbjört Guðmundsdóttir, Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir og Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir eru höfundar bókanna Leikskólaföt 1 og Leikskólaföt 2 sem komu út nýverið. Bækurnar geyma úrval fallegra prjónauppskrifta fyrir krakka á leikskólaaldri. 

Hönnuðirnir mæta, ræða um hönnun, gefa góð ráð og sýna verkin í bókinni.

Heitt á könnunni og allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.