Ný sýning í Átthagastofu Bókasafnsins

Sýningin Gunnhildar Þórðardóttur ,,Kjarni'' er nú opin í Átthagastofu Bókasafnsins og verður uppi fram í maí.

 

Kjarni skoðar ævintýralegan heim ljóða og myndlistar. Sýningin er sett upp í tengslum við Skáldasuð - litla ljóðahátíð á Suðurnesjum og ljóðamánuð í Bókasafninu. 

Gunnhildur er myndlistarkona, skáld og listgreinakennari sem býr og starfar í Reykjanesbæ.

 

Skáldasuð er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Menningarsjóði Reykjanesbæjar.

 

Sýningin er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!