Notaleg sögustund með Höllu Karen: Karíus og Baktus

Laugardaginn 25. janúar kl. 11.30 er Notaleg sögustund með Höllu Karen. Í þetta sinn verður sungið og lesið upp úr Karíus og Baktus.

Sögustundir Höllu Karenar hafa notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og er hún á dagskrá í bókasafninu síðasta laugardag hvers mánaðar. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. 

Tilboð á Ráðhúskaffi fyrir börn - 1/2 panini og safi/kókómjólk á 650 kr. 

Karíus og Baktus segir frá stráknum Jens og þeim Karíus og Baktus, litlum náungum sem bjuggu í skemmdum tönnum hans. Þessi vinsæla bók sem allir þekkja úr sinni barnæsku, kom fyrst út árið 1958 á Íslandi.