Norræn bókmenntavika 2022

Norræn bókmenntavika stendur yfir 14. -20. nóvember. Þema ársins er Norræn náttúra.

Alla vikuna verður lesin norræn bók í sögustund fyrir leikskólana.

Á laugardeginum, 19. nóvember kl. 11.30 verður sögulestur og kl. 13.00 – 15.00 verður boðið upp á steinamálun, föndur og könglamálun fyrir fjölskylduna.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

 

Einnig minnum við á  #NORDISKLITT22 á Instagram

Hvar: Miðjan | Bókasafn

Hvenær: 19. nóvember kl. 11.30 og 13.00 - 15.00

 

Dagskráin er styrkt af Norræna félaginu í Reykjanesbæ.

 

Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum. Meginmarkmið Norrænu bókmenntavikunnar er að lýsa upp svartasta skammdegið með því að tendra ljós og lesa bók.