Ratleikur á Ljósanótt

Skemmtilegur ratleikur fyrir alla fjölskylduna

Eins og margir vita gerist snilldarsagan um Diddu og dauða köttinn, í gamla bænum í Keflavík. Því verður skemmtilegur ratleikur á Ljósanótt, fyrir alla fjölskylduna, sem byggir á kvikmyndinni.

Hægt verður að spila reikinn rafrænt í gegnum snjallforritið Actionbound (QR kóði í Bókasafninu) eða fá ratleikinn á pappírsformi í Bókasafninu.

Finnur þú marga ketti á göngunni? Dettur þú í lýsistunnu?

Í leiknum er farið á milli stöðva í gamla bænum í Keflavík - á heimaslóðum Diddu. Á hverjum stað er spurt út í söguna, leystar skemmtilegar þrautir og stigum safnað um leið.

Leikurinn byrjar við Norðfjörðsgötu 1 þar sem Didda bjó. Á leiðinni er hægt að telja ketti sem finna má á fjölda staura í hverfinu.
Við hvetjum flesta til þess að ganga, skokka eða hjóla.

Til þess að vinna stig þarf að svara laufléttum spurningum úr sögunni. Þau sem taka þátt geta átt von á vinningi 😊

 

Ratleikurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin að taka þátt.

 

Viðburðurinn fékk styrk úr afmælissjóði Reykjanesbæjar.