Lína langsokkur í Notalegri sögustund

Laugardaginn 28. október kl. 11.30 er Notaleg sögustund með Höllu Karen.  Að þessu sinni ætlar Halla Karen að lesa um Línu langsokk og syngja nokkur vel valin lög.

 

Í tilefni af Bangsadeginum 27. október mega börnin koma í Bókasafnið með bangsana sína og leyfa böngsunum að gista í Bókasafninu yfir nóttina. Tekið er á móti böngsum milli 13.00-18.00 á föstudeginum.

Bangsarnir gera eitthvað ógurlega skemmtilegt í bókasafninu á föstudagskvöldinu þar sem teknar verða myndir af þeim í bókasafns partý og þær birtar á facebook/Instagram síðu safnsins. Á laugardeginum á að vekja bangsana í Notalegri sögustund og þeir fara svo heim með eigendum sínum.

Mögulega mun apinn Níels lesa sögu fyrir bangsana sem mæta í sögustundina. Börn eru hvött til þess að mæta í náttfötum.

 

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar | Miðjan
Hvenær: Laugardaginn 28. október kl. 11.30

 

Ókeypis er á viðburðinn og allir hjartanlega velkomnir. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna.