Lesember í desember

Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar býður þér að vera með í skemmtilegu lestrarátaki í desember.

Rithöfundurinn Gerður Kristný kom með hugmyndina að Lesember sem við ætlum að fá lánaða og hvetja alla sem bók geta valdið að lesa.

Einnig verður efnt til nýrrar aðventu eða ljóðventu eins og hún verður kölluð  í þessu stórskemmtilega átaki.

 

Það sem þú þarft til að taka þátt er:

 

*Ljóðabók eða ljóðabækur til að lesa á ljóðventu

*Bók eða bækur til að lesa. Munið að hljóð- og rafbækur þrá að vera með!

*Penna til að merkja við hvaða daga þú klárar í dagatalinu

 

Einnig eru lesendur hvattir til að deila með okkur myndum með myllumerkinu #lesember og tengja (tagga) Bókasafn Reykjanesbæjar við færsluna. Einhver heppinn lesandi verður valinn úr mertkum myndum og fær glaðning frá starfsfólki Bókasafnsins.

 

Hér er dagatal til að merkja inn á og/eða prenta út.