Klippimyndasmiðja með Gunnhildi Þórðar

Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður og kennari, verður með skemmtilega smiðju fyrir skapandi krakka á öllum aldri.

 

Búin verða til listaverk með gömlum tímaritum, bókum, póstkortum og dagblöðum. Skoðað verður drauma og hvað gerir okkur glöð.

 

Skráning er ekki nauðsynleg. 

 

Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

 

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við BAUN (Barna og ungmennahátíð í Reykjanesbæ).