Hugleiðsluhádegi: Guðný Petrína Þórðardóttir

Í Hugleiðsluhádegi þann 10. febrúar næstkomandi mun Guðný Petrína Þórðardóttir taka tíma í anda jakkafatajóga þar sem verða teknar fyrir léttar teygjur í stól. Farið verður í nokkrar öndunaræfingar og mun tíminn enda á leiddri slökun.

Guðný hóf jógakennslu sína hjá Sporthúsinu Reykjanesbæ í byrjun ársins 2018 en vinnur nú sem jógakennari hjá Jakkafatajóga á Íslandi og fyrirtækinu Happy Hips auk þess að kenna karlajóga í Íþróttamiðstöðinni Garði. Guðný hóf kennaranám sitt í Yoga Shala, Reykjavík, 2017 og tók svo jógakennaranám á Hawaii, Maui Yoga Shala, í apríl 2019. Guðný hefur aðallega einblínt á hatha jóga og vinyasa flæði.