Heima er þar sem hjartað slær

Þann 5. ágúst sl. opnaði í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar sýningin Heima er þar sem hjartað slær.  Á sýningunni er að finna verk unnin af fjölþjóðlegum hópi kvenna sem reglulega hittast í Bókasafni Reykjanesbæjar og nefnast Heimskonur.

Á sýningunni er að finna verk eftir Heimskonur þar sem hver túlkar á sinn hátt það sem hún upplifir sem heima. Unnið var með silkiprent, ljósmyndir og  hugtakið tíma.
Tíminn er okkur sameiginlegur, með því að vinna með hann er hægt að sjá hvernig  við tengjumst. Heima er þar sem hjartað slær og allar klukkurnar slá í takt.
Verkefnið Heima þar sem hjartað slær er styrkt úr Þróunarsjóði innflytjendamála.

Allir hjartanlega velkomnir.

-----------------

Home is where the heart is

The exhibition, „Home is Where the Heart Is“ opened on September 5th at the Reykjanesbaer Public Library.
This exhibition features the work a group of multi-cultural women who meet regularly at the library and call themselves „Women of the World“.

In this exhibition you can find works by the group where each woman interprets her sense of home. Learning the process of screen printing, each woman took a photograph that represented the word „home“ as it relates conceptually to time.

The ticking of a clock relates to the beating of our hearts. By working with time,
we can see how we are all connected.