Foreldramorgunn - Virðingarríkt uppeldi í núvitund

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, markþjálfi og meðlimur félagsins Meðvitaðir foreldrar heldur erindi á Bókasafninu fimmtudaginn 30. september kl. 11.00.

Hún ætlar að segja okkur frá 7 mýtum um foreldrahlutverkið sem meðvitað uppeldi kveður í kútinn og hvaða nýju viðhorfsbreytingar fylgja þessari vinsælu uppeldisstefnu.

Ókeypis er á viðburðinn. Heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.