FRESTAÐ/FULLT Fluid Art -námskeið fyrir fullorðna

Föstudaginn 20. nóvember hefst Fluid Art námskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Fluid Art eða Acryl Pouring hefur notið mikilla vinsælda undanfarið en þá er akrýl málningu blandað og dreift á sérstakan hátt sem svo skapar einstök munstur og áferð. 

Þórarinn Örn kennir námskeiðið en það er þátttakendum að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Skrá mig!

 

Athugið að fullt er orðið á námskeiðið en hér má skrá þátttöku á biðlista

Skrá mig á biðlista

 

Námskeiðið fer fram á neðri hæð safnsins frá klukkan 09.30 – 12.30, föstudagana:

*20. nóvember

*27. nóvember

*4. desember

 

Vegna sóttvarna eru þátttakendur beðnir um að koma með og nota grímu á námskeiðinu og gæta hreinlætis.