Foreldramorgunn | Fingramatur með Ingu Maríu

Inga María Henningsdóttir býr í Reykjanesbæ og er konan á bak við Instagramreikninginn Fingramatur. Áhugi hennar liggur m.a. í hollum og fljótlegum mat fyrir lítil kríli frá því að þau byrja að borða.

Inga María segir frá aðferð sem heitir Baby Led Weaning (BLW) sem snýst í stuttu máli um að barnið borðar alveg sjálft frá því að það fær að borða fasta fæðu. Barnið sér þannig um hversu mikið það borðar frá upphafi en foreldrarnir stjórna hvað og hvenær.

 

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar - Miðjan
Hvenær: Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 11.00

 

Foreldrar hjartanlega velkomnir með krílin og erindið er ókeypis.