Dagur ljóðsins

Í tilefni af alþjóðlegum degi ljóðsins ætlar Ólafur Sveinn Jóhannesson ljóðskáld að lesa upp úr bók sinni Klettur: ljóð úr sprungum og Gunnhildur Þórðardóttir, listamaður og skáld les spriklandi og glæný ljóð úr hugarfóstri sínu.

 

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar |  Miðjan

Hvenær: Mánudaginn 21. mars kl. 17.00

Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.

 

Viðburðinum verður einnig streymt á Facebooksíðu Bókasafnsins.

 

Um bókina segir: Klettur – ljóð úr sprungum er óvenjuleg ljóðabók. Ólafur Sveinn Jóhannesson missti ungur að árum foreldra sína og sem elsta barn þeirra tók hann að sér uppeldi yngri systkina. Hann yrkir um sína einstöku lífsreynslu af einlægni og íhugun sem er áhrifamikil og lifir lengi með lesandanum.

Gunnhildur Þórðardóttir býr í Reykjanesbæ með manni sínum og fimm börnum. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Cambridge með BA í fagurlistum og listasögu og MA í liststjórnun árið 2006 frá sama háskóla auk þess að vera með listkennslugráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Gunnhildur er sjálfstætt starfandi listamaður í dag og myndlistakennari í Myllubakkaskóla auk þess að skrifa ljóð í frístundum. Gunnhildur hefur gefið út 5 ljóðabækur og hlotið ljóðaverðlaunin Ljósberinn.