Bókasafnið er opið

Bókasafnið er opið

 

Mikil gleði ríkir meðal gesta og starfsmanna Bókasafnsins nú þegar safnið hefur verið opnað á nýjan leik.

Nú þegar safnið hefur verið opnað aftur viljum við minna á að fjöldatakmörkun er í safninu og einungis 20 gestir geta verið í safninu hverju sinni. Opnunartíminn er eins og áður; virka daga frá kl. 9.00-18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 17.00

Við biðlum til gesta að staldra stutt við í safninu, taka og skila, spritta hendur, nota hanska og auðvitað að virða 2 metra regluna. 
 
Við viljum einnig benda á að engin dagblöð munu liggja frammi og öll aðstaða til þess að setjast niður og lesa hefur verið fjarlægð eða lokuð. Lesherbergi og salerni eru einnig lokuð um sinn. Við bendum gestum á að  nota snertilausar greiðslur og nýta sér sjálfsafgreiðsluvél safnsins. Einnig er enn hægt að senda póst á netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is og panta og sækja bækur.
 
Njótum þess að lesa :-)