Menningarkonfekt

Menningarkonfekt  Reykjanesbæjar verður haldið miðvikudaginn 2. desember kl. 20.00 í beinu streymi frá Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

 Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Auður Ava Jónsdóttir og Sólborg Guðbrandsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Viðburðurinn verður í streymi á Facebook hjá Víkurfréttum, Hljómahöll og auðvitað Bókasafninu.

Einnig verður boðið upp á tónlist af betri gerðinni en GÓSS, sem er skipuð af Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari Guðmundssyni, flytur hugljúf jólalög.

 Hluti dagskrárinnar er styrktur af Uppbyggingasjóði Suðurnesja.