Bókabíó: Lína Langsokkur á sjóræningjaslóðum

Föstudaginn 20. september klukkan 16.30 verður myndin Lína langsokkur á sjóræningjaslóðum sýnd í Bókabíói Bókasafns Reykjanesbæjar.

Lína langsokkur og ævintýri hennar hafa löngum verið vinsæl líkt og önnur ævintýri eftir Astrid Lindgren. Í þessari mynd kemur flöskuskeyti frá Suðurhafinu til Línu. Í flöskunni er bréf frá pabba hennar Langsokk skipstjóra. Hann hefur verið tekinn til fanga af sjóræningjum og biður nú sterku dóttur sína um hjálp. Lína hikar ekki í eina sekúndu. Ásamt Tomma og Önnu leggur hún af stað til Suðurhafsins til að bjarga pabba sínum.

Myndin er 80 mínútur og enginn aðgangseyrir.