Bókabíó: Gosi

Föstudaginn 21. febrúar kl 16.30 verður myndin Gosi sýnd í Bókabíói Bókasafns Reykjanesbæjar.

Allir þekkja ævintýrið um Gosa. Tréskurðarmaðurinn barnlausi, Jakob, hittir á óskastund og fær ósk sína uppfyllta um að eignast lítinn dreng. Þarna reynist vera ótaminn og óstýrlátur spýtustrákur, Gosi að nafni. Hann óhlýðnast föður sínum og í stað þess að mæta í skólann stefnir Gosi á vit vafasamra ævintýra sem reka hann á ótrúlegustu staði.