Bannaðar bækur

Tilgangur alþjóðlegrar viku bannaðra bóka er að vekja athygli á þeim verkum sem hafa verið bönnuð, fjarlægð eða aðgangur að þeim takmarkaður á einhvern hátt, aðallega í skólum og bókasöfnum í Bandaríkjunum.

Meginmarkmið vikunnar er að fagna lestrarfrelsinu – rétti einstaklingsins til að velja sér lesefni án ritskoðunar.