Rís þú, unga Íslands merki
Um þessar mundir er því fagnað að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldisins. Þann 17. júní 1944 tók ný stjórnarskrá landsins gildi og lýðveldishátíð var haldin á Þingvöllum. Þangað fylktu landsmenn liði og er talið að á bilinu 25-30 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum.
Sýndur verður fáninn sem var hylltur á lýðveldishátíðinni en hann er engin smásmíði að stærð, rúmir 23 fermetrar.