Horfur

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir.

(Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu.
Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum.

Í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum er boðið upp á einkasýningu Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar sem búsettur er í Höfnum. 

Helgi (f. 1968) kláraði listasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti og sótti síðan nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1988-91, Kunstakademie Dusseldorf 1991-92, AKI í Hollandi 1992-94 og San Francisco Art Institute 1994-95. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum. Helgi rak sýningarrýmið 20 fermetrar um hríð og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist svo sem stjórnarsetu í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu, verið í sýningarnefndum og starfað við kennslu. Verk Helga eru í safneign helstu safna hér heima og í eigu safnara og safna erlendis.