Íslensk náttúra
Landslagsverk úr safneign
Sýningin Íslensk náttúra, landslagsverk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, hefur verið opnuð í Bíósal Duus Safnahúsa. Verkin sýna öll íslenska náttúru og eru eftir 16 listamenn frá ýmsum tímum og eru unnin í margvísleg efni s.s. olíu, leir og textíl. Elsta verkið er eftir Þórarin B. Þorláksson frá árinu 1906 og það yngsta eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson frá árinu 2008. Aðrir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Arngunnur Ýr, Ása Ólafsdóttir, Ásgrímur Jónsson, Eggert Guðmundsson, Eiríkur Smith, Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Húbert Nói, Jóhannes Geir, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Ólafur Túbals, Sigmar V. Vilhelmsson og Steinunn Marteinsdóttir. Sýningin stendur út apríl.