Kvennakór Suðurnesja 50 ára
Kvennakór Suðurnesja heldur uppá 50 ára starfsafmæli sitt í ár en kórinn var stofnaður 22. febrúar 1968. Kórinn er elsti starfandi kvennakór á landinu og er mikilvægur hluti af menningarlífi og sögu kvenna á Suðurnesjum.
Fjölmargar konur af Suðurnesjum hafa átt þátt í að syngja og starfa með kórnum í þessi 50 ár. Þessi sýning er þeim til heiðurs. Á sýningunni er farið yfir hálfrar aldar sögu kórsins í máli, myndum og hljóði. Sagt er frá stofnun hans, stjórnendum kórsins, samstarfi við aðra kóra, söngferðum erlendis, landsmótum sem og núverandi starfsemi. Einnig eru búningar kórsins frá upphafi og myndir sem spanna 50 ára starf hans. Tónlistinni er einnig gerð góð skil með söng kórsins eins og hann hefur hljómað í gegnum tíðina.