Minningar morgundagsins/Memories from tomorrow

Minningar morgundagsins / Memories from tomorrow
Laugardaginn 12. mars kl: 14:00
 
Listasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgundagsins verður opnuð laugardaginn 12. mars og stendur til sunnudagsins 24. apríl 2022.
 
Sýningarstjórar eru Iona Poldervaart, Sara Blöndal og Sunna Dagsdóttir. Sex listamenn taka þátt í sýningunni; Elnaz Mansouri, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degenhardt, Sarah Finkle, Victoria Björk og Vikram Pradhan.
 
Sýningin Minningar morgundagsins er hópsýning sem setur fókusinn á framtíðina og tengslin við sögur, umhverfi og drauma okkar.
 
Minningar eru sögur fortíðarinnar og á hverjum degi sköpum við frásagnir sem breytast í minningar framtíðarinnar. Tækniframfarir síðustu ára hafa nú í enn meiri mæli áhrif á daglegt líf. Með sýningunni vilja sýningarstjórarnir varpa ljósi á það hvernig lífið gæti orðið í framtíðinni og velta vöngum yfir möguleikum nýrrar heimsmyndar. Þær varpa fram spurningum um tilgang allsnægta, mennskunnar og hvað teljist til lífs; höfum við stjórn á framtíð okkar - draumum okkar - nútímanum? Hvernig mótum við frásagnir okkar og hvernig tökumst við á við umhverfið? Hvernig upplifum við tíma og rúm? Getum við deilt rými til að dreyma? Hvernig munum við búa á morgun og hvers munum við minnast þegar við lítum til baka í framtíðinni?
 
Meistaranám í sýningagerð er ný námsleið í myndlistardeild Listaháskóla Íslands sem kennsla hófst við haustið 2020.
Þar er litið á sýningagerð sem sjálfstæða skapandi grein, og fræðigrein, sem einskorðast ekki við myndlist heldur einnig sem leið til að stofna til samtals við önnur svið kunnáttu og sérfræðiþekkingar. Hanna Styrmisdóttir er prófessor við námsleiðina.
 
Grafísk hönnun: Janosch Kratz
 
Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja
 
EN//
 
Memories from tomorrow at Reykjanes Art Museum
12 March – 24 April 2022
 
For the second year in a row, the Reykjanes Art Museum invites Master students in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts to curate an exhibition in both its exhibition halls. Memories from tomorrow opens on Saturday, 12th of March 2022 and is open until the 24th of April 2022.
 
Memories from tomorrow is curated by Iona Poldervaart, Sara Blöndal and Sunna Dagsdóttir. The participating artists are Elnaz Mansouri, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degenhardt, Sarah Finkle, Victoria Björk, and Vikram Pradhan.
 
The exhibition Memories from tomorrow is a group exhibition that focuses on the future: our relationship with our surroundings, our stories, our dreams.

Memories are stories from the past and every day we are writing the stories we will have as memories in the future. Advances in technology significantly impact various aspects of our lives. The curators want to develop a vision of what life may look like in the near future, and ponder the possibilities of that new world. Doing so sparks fundamental questions about the nature of affluence and of being human, and what constitutes life. Do we have control of our future? Of our dreams? Of our present time? How do we write our narratives and deal with our environment? How do we experience space and can we share a dream space? How will we live tomorrow and what will we look back on in the future?
 
Curatorial practice is a new MA study progamme in the Department of Fine Art at the Iceland University of the Arts. It was founded in autumn of 2020 and is led by Professor Hanna Styrmisdóttir.
 
Graphic Design: Janosch Kratz
 
The exhibition is sponsored by Uppbyggingarsjóður Suðurnesja