Listahátíð barna og ungmenna
28. apr - 15. maí
Viðburðir
Duus Safnahús
Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ verður haldin í sextánda sinn í Duus safnahúsum þann 28. apríl – 15. maí 2022.
Listahátíðin samanstendur af fjölbreyttu listastarfi barna og ungmenna. Þátttakendur koma úr öllum leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar ásamt nemendum af listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Í ár verða listsýningarnar fjölbreyttar, leikskólabörn setja upp sýninguna Er ekki jörðin fyrir alla?, þar sem Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna hefur svifið yfir vötnum og verða verk þeirra sýnd í Listasal. Í sýningu grunnskólanna fáum við að sjá brot af því besta úr verk- og listgreinastarfi vetrarins í Bátasal. Á sýningu Fjölbrautaskólans fáum við að sjá vel valin verk eftir útskriftarnemendur á listnámsbraut í Bíósal.
Komið við og sjáið sköpunargleði barna og ungmenna í Reykjanesbæ.
Opið alla daga frá 12–17 og ókeypis aðgangur er á sýningarnar.