Sumarsýning í Bíósal
Duus Safnahús í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar bjóða upp á sumarsýningu fyrir fólk sem ástundar myndlist og býr á Suðurnesjum. Þetta er tilraunaverkefni sem haldið er í annað sinn í Bíósal Duus Safnahúsa.
Að þessu sinni bárust 8 umsóknir um sýningarpláss og var Bjarnveig Björnsdóttir valin til þess að sýna seríuna Fólkið í blokkinni. Verkin eru unnin með kol, akrýl og vatnslitum á pappír á árunum 2021 – 2022.
Opnun verður í Bíósal þann 4. júní kl. 13:00.
Sumarsýningin stendur frá 4. júní – 28. ágúst 2022.
Duus Safnahús eru opin alla daga frá 12:00 – 17:00.
Ágrip - Bjarnveig Björnsdóttir:
Bjarnveig Björnsdóttir er fædd árið 1965 og uppalin í Reykjanesbæ. Sköpunargleðin var mikil og hún fékk snemma áhuga á teikningu, formum og sterkum litum. Eftir að hafa menntað sig og alið upp sína fjölskyldu lét hún draum sinn rætast með því að sækja námskeið í olíumálun hjá Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni árið 2009 og síðan hefur ekki verið aftur snúið.
Hún kláraði nám hjá listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja og myndlistaskóla Kópavogs og hefur sótt síðan námskeið hjá mörgum virtum íslenskum listamönnum. Bjarnveig aflaði sér enn meiri þekkingar út fyrir landsteinana í Slóveníu, Póllandi, Danmörku og Englandi. Bjarnveig prófar sig áfram í list sinni með því að mála á striga, plötur, pappa og allt sem hugsast getur til að sjá mismunandi áferð. Efnin sem hún notar eru olía, akrýl, vax og blek, og oftar en ekki er áskorunin að setja saman á nýjan leik þekkta miðla til að fá fjölbreytilegri árangur.
Hún sér eingöngu tækifæri til að læra og bæta í reynslubankann og horfir á heiminn með opnum huga og drekkur í sig þekkingu. Þetta hefur haft þau áhrif að tæknileg þekking hennar er orðin fjörbreytileg og listin margbreytileg. Fyrir um það bil 5 árum kynntist hún því að vinna í grafík, hún fann hvað það heillaði hana mikið. Þó að hún sé mikið að vinna og prófa nýjar aðferðir í listsköpun sinni þá er grafíkin alltaf með.
Innblástur sækir hún í óspilltri náttúru Íslands, fallegri liti og umhverfi er fágætt. Litasamsetning heillar hana og einnig sækir hún innblástur til gömlu meistarana svo sem El Greco, Van Gogh og fleiri. Í list sinni fær hún útrás fyrir sköpunargleði sína og upplifun.
Nám
Listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Myndlistaskóli Kópavogs, Old masters hjá Stephen William Lárus.
Námskeið
Myndlistanámskeið 1, 2 og 3 Málun,listasaga,mótun hjá Guðmundi Rúnar Lúðvíkssyni.
Myndlistanámskeið í still life hjá Pétri Gauta.
Frjáls málun hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.
Frjáls málun fyrir lengra komna og Master Class.
Vatnslitamálun hjá Þórunni K. Guðmundsdóttur.
Helgarnámskeið hjá Þuríði Sigurðardóttur.
Myndlistarnámskeið í Akríl málun hjá Jónasi Viðari.
Myndlistarnámskeið í olíu hjá Kristbergi Ó Péturssyni.
Grafík námskeið hjá Elfu Hreiðarsdóttur og Serhiy Savehenki.
Helgarnámskeið hjá Soffíu Sæm í Hvíta Húsinu.
Námskeið erlendis
Námskeið í Englandi hjá Lewis Noble.
Master Class hjá Serhiy Savehenki í Slóveníu.
Kunsthøjskolen í Danmörku, Kennarar Camilla Thorup og Peter Carsen.
Námskeið í Póllandi hjá Serhiy Savehenki og Eduard Belsky.
Samsýningar
Myndlist og Vísnavinir í Lystasmiðjunni, Ellefu konur og einn kall í Lystasmiðjunni.
Allt eða ekkert í Duushúsum, Ljósanótt.
Sex dagar í Lystasmiðjunni, Gangið í bæinn á Flughóteli Reykjarnesbæ.
Veggur hjá ART 67.
Fer Hyrningur á Ljósanótt.
Samsýning Helgimyndir hjá Litka.
Einkasýningar
Myndlistasýningin Víðsýn í Fishershúsinu.
Vinnustofu opnanir Vatnsnes (gamla byggðarsafnið Reykjanesbæ).