Á Sjó POP-UP sýning
Á sjó er pop-up sýning úr safneign listasafnsins og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip.
Sýninginn var áður sett upp í stuttan tíma, ágúst árið 2020, því sáu færri Á sjó, en vildu hafa í Reykjanesbæ.
Sýningastjóri, Á sjó, er Helga Arnbjörg Pálsdóttir, listfræðingur, sem nú starfar hjá Listasafni Reykjanesbæjar.
Vegna aðstæðna verður ekki sýningaropnun að þessu sinni, en Á sjó opnar fyrir almenna sýningu miðvikudaginn 13. janúar og stendur til 9. febrúar 2021.
Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Áki Gränz, Ásta Árnadóttir, Eiríkur Smith, Eggert F. Guðmundsson, Finnur Jónsson, Jón Gunnarsson, Jón Stefánsson, Jónas Marteinn Guðmundsson, Kjartan Guðjónsson, Óskar Jónsson, Steinþór Marinó Gunnarsson og Sveinn Björnsson.