Fólk í kaupstað
Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar ljósmyndsýninguna FÓLK Í KAUPSTAÐ 15.febrúar kl.18:00. Á sýningunni gefur að líta örlítið sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þema sýningarinnar er fólk og fjölbreytt mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944-1994.
Sýningarstjóri og ljósmyndari verða með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 10.mars kl.15.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.