03.08.2017
Haukur Hilmarsson ráðgjafi í Samvinnu, starfsendurhæfingu MSS, er Lesandi vikunnar að þessu sinni. Hann er þriggja barna faðir og honum til halds og trausts í bókaspjalli var Sveinn Magnús Hauksson 5 ára.
Lesa meira
27.07.2017
Guðlaug María Lewis fræðslufulltrúi menningarmála Reykjanesbæjar er Lesandi vikunnar að þessu sinni. Hún las oft bókina Baneitrað samband á Njálsgötunni sem unglingur og bókin fær hana enn til að skella upp úr.
Lesa meira
20.07.2017
Lesandi vikunnar les að lágmarki 2 – 3 bækur í hverri viku og telur lestur vera mjög mikilvæga afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Eygló Geirdal Gísladóttir leyfir lesendum að skyggnast inn í sinn bókaheim.
Lesa meira
13.07.2017
María Rós Skúladóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar er Lesandi vikunnar. Vorið hefur verið mikið bókavor hjá Maríu og hefur hún lesið nokkrar góðar með hækkandi sól. Hún segir það hafa verið kærkomið að gleyma sér yfir góðri sögu í vor þegar námsbækurnar fengu að víkja af náttborðinu.
Lesa meira
06.07.2017
Eysteinn Eyjólfsson byrjaði mjög ungur að lesa og hefur alltaf verið öflugur lesandi. Um ellefu ára aldurinn var hann farinn að taka níu bækur á tveggja daga fresti að láni hjá Bókasafninu. Hann flutti sig yfir í fullorðins deildina um 12 ára aldurinn en þá var hann búinn að lesa allar bækurnar í barnadeildinni.
Lesa meira
29.06.2017
Lesandi vikunnar tæki bókina um Góða dátann Svejk með sér á eyðieyju því alltaf er hægt að skemmta sér við vitleysisganginn í honum. Kristján Jóhannsson leigubílsstjóri, leiðsögumaður og kórdrengur er Lesandi vikunnar að þessu sinni.
Lesa meira
22.06.2017
Lesandi vikunnar er einlægur aðdáandi rithöfundarins Jane Austen og bókin Hroki og hleypidómar er í sérstöku uppáhaldi eftir sama höfund. Eydís Hentze er háskólanemi, færeyskur zen-meistari og móðir.
Lesa meira
22.06.2017
Lesandi vikunnar er einlægur aðdáandi rithöfundarins Jane Austen og bókin Hroki og hleypidómar er í sérstöku uppáhaldi eftir sama höfund. Eydís Hentze er háskólanemi, færeyskur zen-meistari og móðir.
Lesa meira
16.06.2017
Lokað 17. júní í Bókasafni Reykjanesbæjar
Lesa meira
15.06.2017
Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar þessa vikuna er Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar
Lesa meira