Óskað eftir munum

Leynist góss heima hjá þér?

 

Í Bókasafni Reykjanesbæjar er nú verið að undirbúa sýningu um körfuknattleik fyrr og nú hjá liðum Njarðvíkur og Keflavíkur. Sýningin opnar föstudaginn 1. september og lagt verður áherslu á muni sem tengjast kvenna- og karlaliðum þessara liða.

Óskað er eftir hvers kyns munum sem tengjast körfuknattleik þessara liða svo sem aðgöngumiðum, könnum, bollum, brúsum, treyjum, skóm o.s.frv. 

Leynist eitthvað góss heima hjá þér? Kannski á háaloftinu?

Tekið er við munum í afgreiðslu safnsins en opið er frá klukkan 09-18 alla virka daga og á laugardögum frá klukkan 11-17.