Bókakoffort leikskóla í Reykjanesbæ
Bókakoffortið er verkefni Bókasafns Reykjanesbæjar sem miðar að því að efla lestraráhuga og íslenskukunnáttu leikskólabarna og fjölskyldna þeirra. Koffortið inniheldur fjölbreyttar bækur fyrir yngstu lesendurnar, bæði á íslensku og öðrum tungumálum, sem leikskólabörn og foreldrar geta tekið með sér heim til sameiginlegs lesturs.
Markmiðið er að gera bækur aðgengilegar fyrir alla en á sama tíma kynna Bókasafnið fyrir fjölskyldum í samfélaginu. Með bókakoffortinu viljum við hvetja foreldra til að lesa með börnum sínum og njóta töfra bókanna.