Kvennaár 2025
Árið 2025 eru liðin 50 ár frá því að konur á Íslandi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið.
Af því tilefni var kvikmyndin The day Iceland stood still sýnd í fullri lengd í Félagsbíói í Aðalsafni Bókasafns Reykjanesbæjar sunnudaginn 21. september síðastliðin. Dagskráin hófst kl. 15 þegar ljóðskáldið Gunnhildur Þórðardóttir flutti ljóð fyrir gesti og gangandi. Að ljóðalestri loknum fór fram sýning myndarinnar og bauðst sýningargestum tækifæri til að hlíða á Hrafnhildi Gunnarsdóttur, handrithöfund og aðalframleiðandi kvikmyndarinnar The day Iceland stood still, segja frá gerð myndarinnar og eiga við hana orð.
Læsi á stöðu og baráttu kvenna er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Íslandi í tilefni af Kvennaári 2025.
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.