Komdu ef þú þorir - skúrkaleit og fjör í Bókasafninu

Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2023  

Hvenær: Laugardaginn 16. september klukkan 11:30 
Hvar: Miðjan og Hólfið á neðri hæð safnsins

 

Tilkynnt verður hvaða grunnskóli Reykjanesbæjar sigrar sumarlesturinn í ár og fær bókagjöf fyrir skólabókasafnið sitt.  

Þar á eftir verður skúrkaleit í Hólfinu með vasaljós og bókamerkjagerð með hinum ýmsu skúrkum. 

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin 😊