Töfralandið - lifandi lestur

Fimmtudaginn 31. desember klukkan 11:00, Gamlársdag, verður lifandi lestur af facebook síðu Bókasafns Reykjanesbæjar.

Rit- og myndhöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir les fyrir yngstu kynslóðina og fjölskyldur þeirra úr bókinni Töfralandið.

Við hvetjum að sjálfsögðu allar fjölskyldur til að fylgjast með og stytta sér stundir síðasta dag ársins.