Takið daginn frá!
24.10 kl. 11:30-23:59
Viðburðir bókasafn
Föstudaginn 24. október kl. 11.30.
Konur og kvár eru beðin um að taka daginn frá. Boðið verður til peppsamkomu í Bókasafni Reykjanesbæjar áður en förinni verður heitið á Arnarhól.
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, sviðsstýra fjölskyldusviðs sveitarfélagsins Voga, mun stýra dagskránni.
Ræðukonur verða:
- Helga Margrét, tómstunda og félagsmálafræðingur.
- Inga Dóra Jónsdóttir, teymisstýra í Suðurhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
- Feriane Arna Amrouni, vinnur á leikskólanum Völlum og á Hrafnistu. Starfaði áður sem blaðakona í Alsír.
- Betsý Ásta Stefánsdóttir, háskólanemi og umsjónarkona Ungmennaráðs Reykjanesbæjar.
- Birta Rós Sigurjónsdóttir söngkona mun enda dagskrá með nokkrum vel völdum lögum kvenna sem lögðu sitt mark á tónlistarsöguna.