Skyndihjálp ungbarna
19.09 kl. 11:00-12:00
Viðburðir bókasafn
Bókasafn
Foreldramorgunn í Miðju Bókasafnsins
Fimmtudaginn 19. september klukkan 11.00 verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins.
Námskeiðið miðar að ummönnun ungra barna og hvernig skal bregðast við ef slys ber að höndum.
Foreldrar hjartanlega velkomnir með krílin og erindið er ókeypis.
Notalegar stundir foreldra og ungbarna eru alla fimmtudaga kl. 11.00. Hópurinn hittist í barnadeildinni á efri hæð safnsins (nema annað sé tekið fram).