Veröld skynjana og skemmtunar - Aðalsafn

Pláneta mætir í Bókasafn Reykjanesbæjar á foreldramogunn fimmtudaginn 20. nóvember og býður gestum á sporbaug um veröld sína fulla af skynjunarleik!
 
Búðu þig undir ferðalag fullt af mismunandi skynjunum, áferðum, efnivið og ilmandi upplifunum.
 
Leiksmiðjur Plánetu eru einstök skemmtun fyrir börn á öllum aldri og eru til þess fallnar að kynna þátttakendur fyrir nýjum skynjunarupplifunum á eftirminnilegan, skemmtilegan og gagnvirkan máta.
 
Siggi og Jorika stofnendur Plánetu eru fyrst og fremst foreldrar hinnar fjögurra ára Hnetu litlu sem er þeirra helsta hvatning til að deila ávinningi skynjunarleiks með fjölskyldum á Íslandi.
 
Viðburðurinn er ókeypis og öll velkomin.