Minecraft námskeið

Í september sl. kusu börn í Reykjanesbæ í krakkakosningum 2021 og þar komu fram óskir um Minecraft námskeið.

Snillingarnir í InTrix eru komnir í Reykjaensbæ og bjóða krökkum frá 6-12 ára að koma og læra leikinn. Athugið að það takmörkuð sæti eru í boði. Enginn aðgangseyrir.

 Skráning HÉR

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar - Miðjan
Hvenær: Laugardaginn 13. nóvember kl. 13.00-14.30

___________________________

Hinn geysivinsæli leikur Minecraft kann að virðast örlítið flókinn í fyrstu - hvernig passar þetta allt saman?


Hvernig get ég búið til nýja hluti og efni? Hvernig forðast ég að springa í loft upp þegar Læðingur nær mér?!


Við bjóðum krökkum frá 6-12 ára að koma og læra leikinn, hvort sem þau eru að fara fyrstu skrefin eða þurfa smá hjálp við að smíða geimflaugina sína.