Lesið og sungið fyrir börnin

Í tilefni alþjóðlega bangsadagsins sem er haldinn árlega 27. október verður sögustundin með Höllu Karen með breyttu sniði. 

Laugardaginn 25. október bjóðum við í náttfatasögustund í Stapasafni kl. 10:30. Börnin mega mæta í náttfötum og taka með sér sinn uppáhalds bangsa til að hlusta á notalegar sögu með Höllu Karen en hún ætlar að lesa og syngja upp úr sívinsæla ævintýrinu um Rauðhettu.

Fyrir alla hugrökku bangsana verður svo í boði að gista á bókasafninu í tvær nætur!
Þar munu þeir upplifa fullt af ævintýrum með öðrum böngsum, við munum sýna myndir frá ævintýrum þeirra á samfélagsmiðlum bókasafnsins. 

 Að sjálfsögðu fá allir bangsar viðurkenningarskjal fyrir hugrekki og góða hegðun.

Öll hjartanlega velkomin, viðburðurinn fer fram í Stapasafni og er gestum að kostnaðarlausu.