Bréfamaraþon Amnesty International

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International

 

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram dagana 2. - 16. desember í ár og hvetjum við alla sem eiga leið um Bókasafn Reykjanesbæjar að skrifa á kort og setja í þar til gerðan kassa.

 

Þessi árlegi viðburður hefur skilað ótrúlegum árangri í lífi þolenda mannréttindabrota.

Fréttir hafa borist af nígeríska piltinum Moses Akatugba sem var leystur úr haldi en hann var þolandi pyntinga og sat á dauðadeild í átta ár. Þá var Bandaríkjamaðurinn Albert Woodfox loks leystur af dauðadeild, blaðamaðurinn Muhammad Bekzhanov var leystur úr haldi í Úsbekistan eftir 17 ár á bak við lás og slá, Yecenia Armenta, tveggja barna móðir í Mexíkó var sömuleiðis leyst úr haldi og aðgerðasinnanum Phyoe Phyeo Aung frá Mjanmar var einnig sleppt lausri.

Í maí 2017 lauk öllum réttarhöldum í máli Máxima Acuña frá Perú en hún hafði þurft að þola fimm ára langa dómsmeðferð á staðhæfulausum ákærum um ólöglegt landnám. Þá var Chelsea Manning leist úr haldi í Bandaríkjum sem er gríðarlegur sigur fyrir alla þá sem hafa hugrekki til að ljóstra upp mannréttindabrot stjórnvalda.

 

Bréfamaraþonið skilar því sannarlega árangri og getur umturnað lífi þeirra sem sæta grófum mannréttindabrotum.