Bókasnatt

Við í Bókasafni Reykjanesbæjar viljum gera allt sem við getum til að létta þér lífið og bjóðum upp á nýja þjónustu, við snöttumst með bækurnar um allan bæ og keyrum bókunum heim til þín.

Hvernig?
• Pantar bók í gegnum síma 4216770 á milli 10.00 – 11.00.
• Pantar í gegnum skilaboð á facebook síðu bókasafnsins.
• Pantar í gegnum e-mail á bokasafn@reykjanesbaer.is
• Pantanir á heimasíðu safnsins; https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/thjonusta/bokasnatt

Þú gefur upp nafn á bókinni sem þú óskar þér, kennitölu lánþega svo hægt sé að skrá hana á réttan notanda og heimilisfang sem þú villt fá bókina senda á. Minnum á að gott er að vera búinn að skoða á leitir.is hvort bókin sé inni.

Þegar allt er klárt verður bókinni skutlað til þín á milli kl. 14.00 – 15.00, sett í bréfalúgu eða hengd í poka á hurðahúninn.

Bókin er á ábyrgð þess sem tekur hana og það er á ábyrgð lánþega að skila henni aftur. Skilakassi og skilalúga eru við aðalinngang safnsins.

Athugið að þetta á líka við um tímarit, hljóðbækur, dvd diska og spil sem eru lánuð út frá bókasafninu.