Viðburðaríkur laugardagur í bókasafninu

Laugardaginn 26. nóvember sl. var mikið um að vera í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Dagurinn byrjaði á Notalegri sögustund með Höllu Karen sem las Grýlusögu fyrir börnin. Sagan vakti lukku að vanda og var Halla Karen afar sannfærandi þegar hún breytti um rödd og þóttist vera Grýla. 

Klukkan 13.30 var boðið upp á jólaföndur fjölskyldunnar og mátti sjá lítil jólahús, jólakúlur og kramarhús fæðast.

Klukkan 15.30 hófst Fjölmenningardagurinn og Sönghópur Suðurnesja tók nokkur lög undir dyggri handleiðslu Magnúsar Kjartanssonar. Fjölmenningarblaðið var kynnt og íslenskir jólasiðir á meðan gestir gæddu sér á íslensku jólabakkelsi. Dagskráin endaði með heimsókn tveggja jólasveina sem spiluðu skemmtileg lög fyrir gestina.  Klukkan 17.00 fóru jólasveinarnir að Tjarnargötutorgi með gestum og gangandi og sáu þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð.

 

Takk fyrir komuna og frábæran dag!

Jólasveinar

Sívinsælir þessir bræður!

Jólaföndur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar systur bjuggu til jólakúlur til að hengja á jólatréð heima

 

Jólasögustund

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halla Karen las Grýlusögu