Vel heppnuð Safnahelgi afstaðin

Söguganga með tónlistar - ívafi

Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram síðastliðna helgi og voru viðburðir og söfn afar vel sótt.

Í Bókasafni Reykjanesbæjar var boðið upp á sögugöngu með tónlistar-ívafi. Rannveig Lilja Garðarsdóttir leiðsögumaður og starfsmaður Bókasafnsins fór með hópi fólks í skemmtilega göngu á laugardeginum. Skipulagði hún göngu frá Bókasafninu að Rokksafni Íslands.

Á leiðinni hitti hópurinn Magga Kjartans í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju og næsta stopp var á æskuheimili Rúnna Júll. Þar fengu göngugarpar að skyggnast inn í herbergi Rúnna sem er ósnert frá unglingsárum hans.

Þá gekk hópurinn að Geimsteini, fyrrum heimili og hljóðveri Rúnna, en þar býr Júlli sonur hans í dag. Hann tók á móti hópnum og tók m.a. lag á gítar frá pabba sínum.

Næst var haldið í Krossmóa þar sem Krossinn stóð áður en þar hitti Vignir Bergmann hópinn. Endað var í Rokksafni Íslands þar sem gestir skoðuðu sýningu Björgvins Halldórssonar - Þó líði ár og öld. 

 

Í tilefni helgarinnar var ljóðum dreift víðs vegar um Reykjanesbæ sem vonandi hafa glatt einhverja bæjarbúa og gesti Safnahelgar.

söguganga2

Rannveig spjallar við hópinn fyrir brottför

söguganga3

Magnús Kjartansson ræðir við hópinn í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju

söguganga4

Fyrir utan æskuheimili Rúnars Júlíussonar

söguganga5

Veggjalist eftir Rúnar Júlíusson

söguganga6

Meiri veggjalist eftir Rúnna Júll

söguganga7

Júlíus Guðmundsson sonur Rúnars

söguganga8

Vignir Bergmann slær  á létta strengi

söguganga10

Hópurinn við minningarstein Krossins

söguganga9

Rannveig Lilja segir frá af miklum eldmóð eins og henni einni er lagið