Vel heppnuð Listasmiðja Heimskvenna

Listasmiðja Heimskvenna fór fram í marsmánuði þar sem fjölþjóðlegur hópur kvenna í Reykjanesbæ sem hittist reglulega í bókasafninu, unnu að sínum eigin verkum undir leiðsögn bandarísku myndlistarkonunnar Gillian Pokalo.

Listaverkin voru unnin með silkiþrykk aðferðinni og völdu konurnar persónulega mynd sem var þrykkt á viðarbút. Lokaútkoman verður  klukka í tengslum við þema listasmiðjunnar sem er „Heima er þar sem hjartað slær.“ Konurnar hittust nokkrum sinnum í marsmánuði til að vinna að verkum sínum og í lok listasmiðjunnar var hópnum boðið í heimsókn á 1x6 Guesthouse þar sem Andy, eigandi gistiheimilisins bauð upp á kaffi og sýndi verk þeirra listamanna sem dvalið hafa á gistiheimilinu.

Listaverkin verða sýnd í Átthagastofu bókasafnsins á sýningu Heimskvenna á Ljósanótt 2019.

Bókasafnið vill koma á framfæri þökkum til Gillian og Andy fyrir sitt framlag í Listasmiðju heimskvenna. 

ENGLISH: 

Women of the world's Art Workshop took place in March where a multicultural group of women living in Reykjanesbær who regularly meet at the library, worked on their own art pieces under the guidance of American artist Gillian Pokalo.

The art pieces were made using silkscreening and each woman chose a personal photo which was printed onto a wooden piece. The final outcome will be a clock which connects to the theme of the workshop - "Home is where the heart is". The women met several times in the month of march and after the final meeting, the group was invited to 1x6 Guesthouse where Andy, the owner, invited them for coffee and showed them the art on display which is made by artists who have stayed at the guesthouse. 

The art pieces will be exhibited at the library's Átthagastofa at Ljósanótt 2019. 

The library would like to give thanks to Gillian and Andy for their contribution to the Art Workshop.

Listasmiðja Heimskvenna

Listasmiðja Heimskvenna

Listasmiðja Heimskvenna

Listasmiðja Heimskvenna