Vel heppnaður Landsfundur

Í lok september var haldinn Landsfundur Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræðinga, í Reykjanesbæ.

 

Bókasöfn Suðurnesja sáu um undirbúninginn þetta árið en fundurinn er haldinn á tveggja ára fresti. Stefanía Gunnarsdóttir forstöðukona Bókasafns Reykjanesbæjar var formaður undirbúningsnefndarinnar.

 

Fundurinn stóð yfir í tvo daga og fór öll dagskrá fram í Hljómahöll. Þar var sannkallað Suðurnesja þema; matur frá Menu og Höllu í Grindavík, kaffi frá Kaffitár og svo mætti lengi telja. Gestirnir voru um 200 talsins og komu þeir víðsvegar af landinu.

 

bokamus                                                                                                                                                              Skreyting á hátíðarborði, bókamús .

Margir fyrirlesarar héldu erindi á fundinum og nýttist fundurinn gestum afar vel.  Fyrirlesararnir voru:

Knud Schulz - útibússtjóri aðalbókasafns Árósa, DOKK1

Nanna Guðmundsdóttir - bókasafns- og upplýsingafræðingur

Andrea Wyman - bókasafnsfræðingur frá Baron-Forness bókasafninu

Brynhildur Þórarinsdóttir - rithöfundur og dósent

Andrea Anna Guðjónsdóttir - læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun

Fida Abu Libdeh - framkvæmdastýra GeoSilica

Margrét Tryggvadóttir - bókmenntafræðingur

Bryndís Guðmundsdóttir - talmeinafræðingur

Erik Boekesjeijn - aðalfyrirlesari fundarins sem hefur verið verlaunaður m.a. fyrir að endurhanna bókasöfn

Þuríður Haraldsdóttir og Erla Kristín Jónasdóttir - þær fjölluðu um samsteypusöfn

Ásdís Huld Helgadóttir - þjónustustjóri Landskerfis bókasafna

S.Andrea Ásgeirsdóttir - skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands

Þóranna Jónsdóttir - MBA og ,,markaðsnörd"

Eyþór Eðvarðsson - þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

Hraðfréttir:

Kolbrún Björk Sveinsdóttir -  Heimskonur

Hallfríður Kristjánsdóttir -  RDA skráning í Gegni

Andrea Ævarsdóttir - Er Dewey dauður?

Eiríkur Brynjólfsson - Stofnun þá bara svona félag

Magnús Smári Snorrason - Samstarf Háskólans á Bifröst og Upplýsingar

joga                                                                                                                                            Gestum þótti augljóslega gott að standa upp og teygja úr sér milli fyrilestra                                                                                                                                   

Á meðan fundinum stóð var mikil seta. Gestum var boðið upp á ,,uppspretti-jóga" nokkru sinnum á milli atriða. Í lok dagskrár kom kynfræðingurinn og Suðurnesjakonan Sigga Dögg sem leynigestur og endaði formlega dagskrá með hvatningarspjalli á léttum nótum. 

Áhugasamir skráðu sig í skoðunarferð um Reykjanesið og var það starfmsaður Bókasafns Reykjanesbæjar sem sá um leiðsögn, Rannveig Lilja Garðarsdóttir.

skodunarferd

 

 

 

 

 

 

 

 

Rannveig Lilja Garðarsdóttir leiðsögumaður bauð upp á rúgbrauð sem eldað var í Gunnuhver.