Vel heppnað fluguhnýtingarnámskeið

Júlíus G. Gunnlaugsson, betur þekktur sem Júlli í Flugukofanum, kom í Bókasafn Reykjanesbæjar og kenndi gestum að hnýta flugur til veiða.

Júlli kom með allan efnivið, tæki og tól og fengu gestir að spreyta sig við fluguhnýtingar. Flugan sem var hnýtt nefnist Dýrbítur og hentar vel í vatnaveiðina í sumar. 

Gestir nutu sín vel við hnýtingarnar og við hlökkum til að heyra hvernig veiðin gengur í sumar. 

Mikið úrval bóka um fluguhnýtingar, veiði og annað er til í safninu og við hvetjum allt veiðiáhugafólk að kíkja við og skoða úrvalið.

FluguhnýtingarFluguhnýtingarFluguhnýtingar